Ég á – Hver á

Ég á – Hver á- spilin eru ein af mínum uppáhalds námsgögnum.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Fyrsta spjaldið er lagt út og svo skoða allir spilarar spilin sín og sá sem á apann leggur út sitt spil og svo koll af kolli þangað til síðasta spjaldið er lagt út.

Þessi aðferð þjálfar marga þætti náms, t.d. athygli, lestur, orðaforða, samskipti og það er hægt að yfirfæra þessa aðferð á næstum hvað sem er.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Ég hef t.d. notað þessa aðferð til að vinna með orðaforða, fleirtölu, samsett orð, rím, sjónrænan orðaforða, tölustafi, tugir og einingar osfrv. osfrv.

Hérna eru spil sem ég hef búið til en ég mæli líka með að fara á pinterest með leitarorðinu “I have – Who has” og þar er hægt að finna margar útfærslur af spilum með þessari aðferð.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Þessa útfærslu fékk ég senda frá öðrum kennara – Hérna er verið að vinna með 100 algengustu orðin.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Þessi útfærsla er líka frá öðrum kennara, hérna er verið að vinna með bókstafi.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Það er sýnikennsla á instagram-highligts hjá mér undir leikir og spil, þar er stutt myndbrot af okkur mæðgum spila með þessum spilum. http://www.instagram.is/fjolbreytt_kennsla

orðalistar

Ég lendi oft í því að verða alveg tóm þegar kemur að því að finna orð sem byrja á ákveðnum bókstöfum, það virðist ekki skipta máli hversu oft ég bý til stafaverkefni, ég lendi alltaf á vegg og hugmyndaflugið klárast!

Ég bjó til orðalista fyrir hvern bókstaf í stafrófinu og get þá gripið í listana þegar ég er að búa til verkefni eða að þjálfa ákveðna bókstafi í kennslunni.

Ég reyndi að nota bara nafnorð og helst orð sem auðvelt er að sýna myndrænt líka, listarnir eru að sjálfsögðu ekki tæmandi.

Ég stefni á að klippa listana út og festa saman með hring, þá er auðvelt að fletta þeim og finna bókstafinn sem verið er að vinna með hverju sinni.

námsmarkmið – námsmat

Núna eru margir kennarar að vinna að námsmati nemenda sinna. Hérna er eyðublað sem ég nota til að skila af mér mínum nemendum til umsjónarkennaranna eða til kennarana á næsta skólastigi – þetta eru öll námsmarkmiðin bæði í íslensku og stærðfræði, í 1. og 2. bekk.

Ég einfaldaði skalann og er bara með “hefur náð”, “verið að vinna að” og “skilningur ekki til staðar”. Mér finnst þægilegast að hafa þetta þrískipt og þetta hjálpar mér mikið að hafa góða yfirsýn yfir þekkingu og kunnáttu nemandans og að auki hef ég yfirsýn yfir þær áherslur sem eru í kennslunni.

Ég hef einnig nýtt þessi eyðublöð á teymisfundum með foreldrum þar sem farið er yfir heildarmarkmið skólaársins og hvar nemendur standa gagnvart þeim.

Hérna er afrit af skjalinu, þetta er excel skjal og ykkur er velkomið að taka út og setja inn markmið eins og hentar

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Hér er vettvangur fyrir foreldra, kennara og aðra sem vinna með börnum að nálgast fjölbreytt námsefni.

Hér eru einungis skjöl til að hlaða niður, en ef áhugi er fyrir því að sjá námsefnið í notkun, fá hugmyndir hvernig hægt er að nýta þetta námsefni og annað efni – þá hvet ég ykkur til að kíkja á facebook-síðuna Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka (http://www.facebook.com/kennsluadferdir) eða Instragram fjolbreytt_kennsla (http://www.instagram.com/fjolbreytt_kennsla).

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar er ykkur velkomið að hafa samband, tölvupóstfangið er hlnj50@rvkskolar.is