orðalistar

Ég lendi oft í því að verða alveg tóm þegar kemur að því að finna orð sem byrja á ákveðnum bókstöfum, það virðist ekki skipta máli hversu oft ég bý til stafaverkefni, ég lendi alltaf á vegg og hugmyndaflugið klárast!

Ég bjó til orðalista fyrir hvern bókstaf í stafrófinu og get þá gripið í listana þegar ég er að búa til verkefni eða að þjálfa ákveðna bókstafi í kennslunni.

Ég reyndi að nota bara nafnorð og helst orð sem auðvelt er að sýna myndrænt líka, listarnir eru að sjálfsögðu ekki tæmandi.

Ég stefni á að klippa listana út og festa saman með hring, þá er auðvelt að fletta þeim og finna bókstafinn sem verið er að vinna með hverju sinni.

Leave a Reply