Vefverslun

Velkomin í litlu fjölbreyttu vefverslunina.

Ef þú hefur áhuga á að panta námsefni, segla eða veggspjöld – sendu mér póst á netfangið

pantanir@fjolbreyttkennsla.is


Bókstafaseglar með dýrum – 7500 kr.

35 seglar – allt íslenska stafrófið + tvíhljóðar

Bókstafirnir eru flokkaðir eftir samhljóðum og sérhljóðum. Það er grænn rammi utan um samhljóða og rauður rammi utan um sérhljóða.


Bókstafaseglar með risaeðlum – 7500 kr.

35 seglar – allt íslenska stafrófið + tvíhljóðar

Bókstafirnir eru flokkaðir eftir samhljóðum og sérhljóðum. Það er grænn rammi utan um samhljóða og rauður rammi utan um sérhljóða.


Slönguspil + teningur – 55.000 kr.

3,15m x 3,15 m – íslenskt slönguspil + teningur

Tæplega 10 fermetra slönguspil sem hentar fyrir íslenskt veður! Spilið er prentað á segldúk og hægt er að festa það niður með tjaldhælum (tjaldhælar fylgja ekki með). Það er hægt að spila bæði inni og úti. Teningur fylgir með.

Mörg foreldrafélög hafa keypt þetta spil sem gjöf fyrir leik- eða grunnskóla.

55.000 kr

afhendingartími er 4-6 vikur.


Stafrófs-plakat með risaeðlum – 4000 kr og 2500 kr.

Risaeðluveggspjald fyrir risaeðlusérfræðinginn á heimilinu.

Það eru tvær stærðir

50×70 – 4000 kr.

30×40 – 2500 kr.


Krúttleg dýr og prinsessur! 3500 kr.

Litaðu þitt eigið stafrófsplakat

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
stærð 50×70
Prentað út í svart/hvítu á hágæða 120 gr. mattan pappír sem hentar mjög vel að lita á.

verð: 3.500 kr

Það er frí heimsending af veggspjöldunum innan höfuðborgarsvæðisins – en það kostar 1000 krónur aukalega að fá sent út á land.


ÚTPRENTAÐ NÁMSEFNI TIL SÖLU

VERKEFNABÓKIN MÍN

Verkefnahefti með tæplega 30 verkefnum, hér er verið að vinna með hljóðkerfisvitund, fínhreyfingar, íslensku, lestur, lesskilning, reikning, orðaforða, málskilning .. og margt margt fleira!

Fjögur þyngdarstig
– yngri leikskólabörn 3-5 ára (1 hefti í boði)
– eldri leikskólabörn 4-6 ára (2 hefti í boði)
– 1. bekkur (2 hefti í boði)
– 2. bekkur (2 hefti í boði)

1 stk 3500 kr.
2 stk 5000 kr.
3 stk 7000 kr.
4 stk 8500 kr.

Útprentað og sent heim að dyrum. Frí heimsending hvert á land sem er.


Skólamappan mín

Hér er verið að vinna aðallega með helstu námsmarkmið fyrsta hluta 1. bekkjar og verkefnin henta vel t.d. fyrir leikskólaaldurinn og nemendur í 1. bekk.

Form, stærð, mynstur, litirnir, tíminn, vikudagar, mánuðir, teningar, peningar, rím, klappa atkvæði, fyrsta hljóð í orði, há og lágstafir, tölustafir, tugir og svo ótal margt fleira.

ATH RAFRÆNT SKJAL!

Verðið er 2000 kr og þú færð skjalið sent í tölvupósti.

Hreyfispjöld – kynningartilboð 2.700 kr!

Spjöldin geta hjálpað við að þjálfa:

– grófhreyfingar
– jafnvægi
– líkamlegan styrk
– samhæfingu