BÓKAKLÚBBURINN

_________________________________________________________________________________

Fyrsta bók bókaklúbbsins er sagan Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Hún teiknar myndirnar í bókinni líka – bókin er gefin út af Bókabeitunni.

Foreldri og barn/börn eða kennari og bekkur lesa bókina í sameiningu – það er t.d. hægt að foreldri lesi fyrir barnið, barnið les fyrir foreldrið, þið skiptist á að lesa kafla og kafla eða setningu og setningu eða þið getið hlustað á hljóðbók.

Ég hvet ykkur til að kíkja á verkefnið áður en þið byrjið að lesa, til að hafa ákveðna þætti í huga á meðan þið lesið. Það verður alltaf ákveðið þema í verkefninu, t.d. er þema febrúar persónurnar í sögunni.

EF þið eruð búin að lesa bókina en viljið taka þátt, þá er það í góðu lagi – þá er hægt að rifja söguna upp og svara spurningunum.

Svo fyllið þið verkefnið út, hvort sem það er á tölvutæku formi, handskrifað, tekið uppá myndband – hvað sem er – eftir það sendið þið mér tölvupóst á netfangið fjolbreytturbokaklubbur@gmail.com

Ein af ástæðunum af hverju ég vil fá verkefnin aftur til mín er m.a. til að sjá hvernig börnunum fannst bók mánaðarins, hvort þau mæli með henni fyrir önnur börn og hvernig foreldrum/kennurum fannst bókin. Einnig hef ég gaman af því að sjá pælingar barna þegar þau lesa bækur og þetta er ágætis leið til að ná til enn fleiri barna en bara minna eigin og þeirra sem ég kenni. Ég hlakka til að sjá gullkorn barnanna því þau eru oft á tíðum algjörir gullkorna-meistarar!

Önnur ástæða er svo ég geti dregið út vinningshafa sem fá næstu bók bókaklúbbsins að gjöf frá bókaútgáfunni.

Í lok hvers mánaðar set ég hér á vefinn umsögn um bókina, annars vegar út frá áliti barnanna og hins vegar út frá áliti foreldra/kennara. Ég stefni á að hér verði því hægt að safna saman umsögnum um bækur sem henta t.d. börnum sem eru að stíga fyrstu skrefin í lestrinum, börnum sem eru komin lengra á veg með lestrarnámið og bækur fyrir börn sem eru orðin fluglæs. Fjölbreyttar bækur fyrir fjölbreyttan nemendahóp!

Hér er verkefnið fyrir febrúar-mánuð. Takk fyrir að taka þátt! Takk fyrir að gera Fjölbreyttan bókaklúbb fyrir fjöruga krakka að veruleika! <3

UMSÖGN UM LANG-ELSTUR Í BEKKNUM

“Samskiptin við barnið, á meðan á lestri stendur, eru svo dýrmæt”.
Þessi fallegu orð sagði ein mamman sem las bókina Langelstur í bekknum með barninu sínu og þetta er einmitt ástæðan af hverju ég fór af stað með bókaklúbbinn, gæðastundir!

En þá kveðjum við Eyju og Rögnvald í bili, yndisleg og einlæg bók sem fjallar um hin ýmsu viðfangsefni sem 6 ára börn takast á við þegar þau byrja í skóla, nýtt umhverfi, nýir leikfélagar, nýjar áskoranir.

Bókin fjallar um fallega vináttu milli tveggja ólíkra einstaklinga, hún er skrifuð á skemmtilegan hátt og lýsingar eru svo vel settar fram að manni finnst maður bókstaflega vera á staðnum þegar maður les.

Bókin tekur á viðfangsefnum eins og félagslegum samskiptum, vináttu, kvíða, hræðslu, spenningi og hvernig hægt er að takast á við hluti sem hræða mann í fyrstu.
– og svo hafði dóttir mín mjög gaman af því að bókin fjallar um bókstafina (henni fannst einstaklega skemmtilegt að sjá að hún þekkti fleiri stafi en 96 ára gamall kall!!)

Út frá kennslufræðilegu sjónarmiði þá hentar þessi bók vel fyrir lestur t.d. í heimakrók eða í nestistíma þar sem kaflarnir eru hæfilega langir og halda athyglinni vel.

Orðaforðinn í bókinni er magnaður! Við stoppuðum oft við allskonar orð sem börnin höfðu aldrei heyrt áður, við veltum fyrir okkur hvað þau þýddu, prófuðum þau í öðru samhengi og lærðum nýtt orð í hvert sinn sem við lásum.

Það er svo gaman að lesa bók sem er skrifuð fyrir börn en ekki á “barna-máli” , þar af leiðandi hentar bókin enn betur í kennslu þar sem hægt er að vinna út frá orðaforðanum sem er í bókinni.

Ef börnin lesa sjálf þá hugsa ég að bókin henti börnum sem eru komin smá á leið í lestrarferlinu, ekki þau sem eru að stíga sín allra fyrstu skref. Ég myndi miða við seinni hluta 1. bekkjar eða 2. bekk (auðvitað er misjafnt hversu hratt börn fara í gegnum lestrarferlið, en þetta er bara viðmið).
Dóttir mín sem er að taka sín fyrstu skref í lestrarnáminu átti erfitt með að lesa löngu orðin, en við skiptumst á að lesa og þá var lesturinn auðveldari fyrir hana.

Ég hvet ykkur til að halda áfram að kynnast Rögnvaldi og Eyju, og lesa líka bækurnar Langelstur í leynifélaginu og Langelstur að eilífu.

Einnig langar mig að benda ykkur á bókaklúbbinn sem Bókabeitan er með, Ljósaseríuklúbburinn https://www.bokabeitan.is/ljosaserian/

Ljósaseríuklúbburinn er frábær klúbbur fyrir hressa krakka. Fjórum sinnum á ári fá áskrifendur senda glænýja bók inn um lúguna. Bækurnar berast áskrifendum áður en þær fara í almenna sölu.

Mig langar líka að benda ykkur á facebook-síðu Bergrúnar, en þar er hægt að fylgjast með henni og bókunum hennar Bækur Bergrúnar

Á vefsíðu Bókabeitunnar er hægt að nálgast skemmtilegt kennsluefni https://www.bokabeitan.is/um-okkur/fyrir-kennara/ Mæli með að kíkja á það líka.

Takk fyrir að taka þátt í þessu verkefni með mér – höldum áfram að lesa saman og eiga gæðastundir með bók í hönd!

Umsagnir barna:
Hlynur, 9 ára: skemmtileg og fyndin bók – mæli með henni fyrir 5 til 9 ára. hún er auðveld og létt lestrabók. Mér fannst gaman að lesa hana.

Birta, 7 ára: Mér fannst auðvelt að lesa bókina af því að mér fannst hún skemmtileg og
spennandi.

Nemendur úr 2. bekk: við mælum með henni. Bókin er mjög skemmtileg og okkur langar að lesa næstu bók og erum spennt að heyra hvað gerist þá hjá Eyju og Rögnvaldi.

________________________________________________________________________________________________

Önnur bók bókaklúbbsins eru bækurnar um hina skemmtilegu, stríðnu og óútreiknalegu Svörtu kisu!

Bækurnar um Svörtu kisu hafa slegið í gegn um allan heim, þær eru uppfullar af húmor, skemmtilegheitum og það er hægt að læra ýmislegt af henni Svörtu kisu, því hún er líka fræðandi.

Foreldri og barn/börn eða kennari og bekkur lesa bókina í sameiningu – það er t.d. hægt að foreldri lesi fyrir barnið, barnið les fyrir foreldrið, þið skiptist á að lesa kafla og kafla eða setningu og setningu eða þið getið hlustað á hljóðbók.

Ég hvet ykkur til að kíkja á verkefnið áður en þið byrjið að lesa, til að hafa ákveðna þætti í huga á meðan þið lesið. Það verður alltaf ákveðið þema í verkefninu, þema mars-mánaðar er að tengja atburði úr bókinni við daglegt líf lesenda.

Ef þið eruð búin að lesa bókina en viljið taka þátt, þá er það í góðu lagi – þá er hægt að rifja söguna upp og svara spurningunum.

Svo fyllið þið verkefnið út, hvort sem það er á tölvutæku formi, handskrifað, tekið uppá myndband – hvað sem er – eftir það sendið þið mér tölvupóst á netfangið fjolbreytturbokaklubbur@gmail.com

Ein af ástæðunum af hverju ég vil fá verkefnin aftur til mín er m.a. til að sjá hvernig börnunum fannst bók mánaðarins, hvort þau mæli með henni fyrir önnur börn og hvernig foreldrum/kennurum fannst bókin. Einnig hef ég gaman af því að sjá pælingar barna þegar þau lesa bækur og þetta er ágætis leið til að ná til enn fleiri barna en bara minna eigin og þeirra sem ég kenni. Ég hlakka til að sjá gullkorn barnanna því þau eru oft á tíðum algjörir gullkorna-meistarar!

Önnur ástæða er svo ég geti dregið út vinningshafa sem fá næstu bók bókaklúbbsins að gjöf frá bókaútgáfunni.

Í lok hvers mánaðar set ég hér á vefinn umsögn um bókina, annars vegar út frá áliti barnanna og hins vegar út frá áliti foreldra/kennara. Ég stefni á að hér verði því hægt að safna saman umsögnum um bækur sem henta t.d. börnum sem eru að stíga fyrstu skrefin í lestrinum, börnum sem eru komin lengra á veg með lestrarnámið og bækur fyrir börn sem eru orðin fluglæs. Fjölbreyttar bækur fyrir fjölbreyttan nemendahóp!

Hér er verkefnið fyrir mars-mánuð. Takk fyrir að taka þátt! Takk fyrir að gera Fjölbreyttan bókaklúbb fyrir fjöruga krakka að veruleika! <3

Svarta Kisa eftir Nick Bruel
Þýðandi: Bjarki Karlsson
Útgefandi: Bókafélagið

UMSÖGN UM SVÖRTU KISU

„Mjög sniðugt til að auka áhuga á lestri að lesa svona saman“

Við þökkum Svörtu kisu fyrir samfylgdina seinasta mánuðinn og vonandi fáum við nú að lesa fleiri bækur um ævintýri hennar.

Svarta kisa er fræðandi, fyndin, skemmtileg, ófyrirsjáanlega, með svartan húmor og algjör prakkari. Þetta er fjörug bók, ríkulega myndskreytt og húmor sem bæði foreldrar og börn geta haft gaman af.

Krakkarnir hafa gaman af uppátækjum hennar, allavega var mikið flissað við lesturinn hér hjá okkur.

HLYNUR, bókaormur og lestrarhestur, 9 ára.

„Þetta er lestrarbók, en líka fræðibæk um ketti“.

Mér finnst þetta vera fín bók fyrir krakka á aldrinum 6 – 9 ára. Þetta er auðveld lestrarbók, fyndin og ég var fljótur að lesa hana, því það er lítill texti á blaðsíðunum. Myndirnar eru mjög flottar og mér finnst gaman þegar það er ekki alltaf eins letur, stundum var það stórt og stundum lítið.

Ef þú vilt fræðast um ketti þá er þetta góð bók. Mér fannst bókin um smábarnið skemmtilegust en ég mæli með að byrja á bókinni þegar Svarta kisa fer í bað.

HLÍN, foreldri og kennari.

Ég tel að þessi bók sé hentug fyrir börn sem eru komin aðeins á leið í lestrinum, en hafa lítinn áhuga á lestri. Letrið er stórt, það er lítill texti á hverri blaðsíðu svo bókin er auðlesin ásamt því að myndirnar eru spreng hlægilegar og lýsandi fyrir textann.

Það er mikið um endurtekningar í textanum, rím, algengar orðmyndir – allt sem við viljum sjá í lestrarbók – þetta er samt ekki þessi týpíska byrjendalestrabók, en gott að geta gripið í til að viðhalda gleðinni við að læra að lesa.

Það er farið aðeins inná tilfinningar, pirring, reiði, gleði og sorg og það er hægt að tengja atburði sem svarta kisa lendir í, við daglegt líf barnanna.

Ég mæli með bókunum fyrir 8 ára og eldri og þá sérstaklega fyrir börn sem hafa ekki gaman af lestri, svarta kisa gæti komið til bjargar! Hún er fyndin, spennandi, fjörug, skemmtileg og stríðin!

Ég hvet ykkur til að lesa allar fjórar bækurnar um ævintýri Svörtu kisu, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Umsagnir barna:

Þórdís, 6 ára: „Skemmtileg og spennandi“

2. bekkur: „Svarta kisa er skemmtileg kisa“

Eldey, 7 ára: „Hún var skemmtileg, svona erfið og ekki erfið“.

Hrafnhildur, 8 ára: „Ég rann í gegnum bókina á ógnarhraða, hún var það spennandi“.

Emilía Ósk, 9 ára: „Passleg fyrir minn smekk“.

Fyrir alla Svörtu kisu aðdáendurna þarna úti þá mæli ég með þessu myndbandi þar sem höfundurinn sýnir hvernig hann teiknar Svörtu kisu
https://www.youtube.com/watch?v=6FS8hON9jv4

og vefsíða bókarinnar er líka stórskemmtileg
https://www.badkittybooks.com/ – þar er m.a. hægt að finna hin ýmsu verkefni og upplýsingar um bækurnar.

Ef þú ert ekki búin að kynnast svörtu kisu nú þegar, drífðu í því sem fyrst!! 

_______________________________________________________________________________

Það er galdraþema hjá okkur í þessum mánuði!

Óliver Máni hentar vel fyrir yngri lesendur og Seiðmenn hins forna hentar fyrir þá eldri, jafnvel er bókin fyrir þá sem eru alveg fluglæsir – svo kannski er þetta bók sem foreldrarnir lesa meira í, sjáum til ..

Óliver Máni og töfradrykkurinn.

Útgefandi: Rósakot

Óliver Máni er einn af mínum bestu vinum. Rósakot hefur gefið út 10 bækur um þennan skemmtilega galdrastrák og ég mæli með þeim öllum!

Við ætlum að byrja á fyrstu bókinni og ég hvet ykkur til að halda svo áfram að kynnast Óliver Mána og galdraveröldinni hans.

Rósakot gefur 20% afslátt með kóðanum LESTUR á vefsíðunni sinni rosakot.is

UMSÖGN UM ÓLIVER MÁNA.

Óliver Máni og töfradrykkurinn

Óliver Máni er einn af mínum uppáhalds! Nú þegar eru komnar 10 bækur um ævintýri hans og þær eru hver annarri skemmtilegri.

Þetta eru bækur sem börn ráða við að lesa um 6-7 ára aldur og þetta eru þær bækur sem ég gríp alltaf í, ef ég þarf að kaupa t.d. afmælisgjöf í flýti. Óliver Máni klikkar aldrei!

Umsögn – Hlín KENNARI OG FORELDRI.

Textinn er skrifaður með stóru letri, góðu bili og það er þægilegt að lesa textann. Hann flæðir vel og orðaforðinn er skemmtilegur. Það er auðvelt að sjá fyrir sér atburði bókarinnar, þar sem textinn er svo lýsandi og mikið um skemmtileg og grípandi smáatriði.

Ég myndi mæli með þessari bók fyrir börn á aldrinum 4-9 ára, og fyrir börn sem eru byrjuð að lesa sjálf þá geta þau lesið sjálf þegar þau hafa náð ágætis færni á lestrinum, t.d. snemma í 2. bekk.

Það er eitthvað svo grípandi við töfraheiminn, galdrar, leðurblökur, tröll, froskar! Það falla allir fyrir töfrunum og fyrir þá nemendur sem vilja stökkva beint í Harry Potter um leið og þeir geta lesið fáein orð þá hef ég mælt með að kynnast Óliver Mána fyrst og prófa svo að demba sér í Harry.

Öll börn sem lásu bókina þennan mánuðinn sögðu að bókin væri skemmtileg og ég er sammála því, ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa bókinni þá væri það skemmtileg!

Óliver Máni er skemmtileg léttlestrarbók fyrir krakka sem eru komnir með ágætis færni í lestrinum. Þetta er skemmtileg og spennandi bók fyrir krakka sem hafa gaman af töfraheimum og svo er mikill kostur hversu margar bækur eru komnar út, þannig þegar börn byrja að lesa um töfraheim Ólivers Mána þá geta þau lesið og lesið og lesið og lesið svo meira!

Ef ykkur vantar bókagjöf fyrir unga bókaorma þá klikkar Óliver Máni aldrei!

Umsagnir barna

Hlynur, 9 ára „Frekar létt að lesa hana en mjög skemmtileg“. Ég mæli með henni fyrir krakka sem geta lesið sjálfir því textinn er svo stór. En ég mæli líka með henni fyrir krakka sem geta ekki lesið sjálfir, en þá geta foreldrar þeirra eða stóru systkini lesið fyrir þau.

Aníta, 6 ára „Mér fannst hún mjög skemmtileg því ég gat lesið næstum því öll orðin sjálf“. Ég hlakka til að lesa fleiri bækur.

Lilja 9 ára „Mjög spennandi og skemmtileg bók“.

Óðinn, 5 ára „mér fannst hún skemmtileg“

Seiðmenn hins forna

Útgefandi: Angústúra

Þessi bók er drungaleg, spennandi og kaótísk! Þetta er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum og ég hlakka til að demba mér í lesturinn og kynnast þessum heimi enn betur.

Hér er myndband þar sem höfundur bókarinnar Cressida Cowell sýnir okkur hvernig hún teiknar galdrastrák.

og hérna er myndband af Jóni St. Kristjánssyni, þýðanda bókarinnar að lesa textabrot. https://www.facebook.com/354932748176471/videos/516874972137959/

Í þessum mánuði ætlum við að auka orðaforðann okkar og þar af leiðandi beina sjónum okkar að orðunum í bókinni, við ætlum að pæla í skrítnum orðum, fyndnum orðum, löngum orðum, nýjum orðum, flóknum orðum, stórum orðum, furðulegum orðum, gömlum orðum, leiðinlegum orðum! … orð orð orð.

UMSÖGN UM SEIÐMENN HINS FORNA!

UMFJÖLLUN, HLÍN – FORELDRI – KENNARI.

Þetta er stór og mikil bók, yfirþyrmandi á köflum, drungaleg, skuggaleg og spennandi. Ég tel að hún henti börnum sem eru fluglæs og hafa gaman af t.d. stórum, erfiðum orðum – jafnvel fyrir börn sem vilja smá áskorun í lestrinum og börn sem hafa gott lestrarúthald.

Þýðing Jóns St. Kristjánssonar er listalega vel gerð, enda var hann tilnefndur til Barnabókaverðlauna Reykjavíkuborgar í flokki þýddra bóka , þvílíkt orðaforðagull sem þessi bók er. Við gáfum okkur einnig tíma í að skoða orðin, pæla í þeim og prófa okkur áfram með þau í öðru samhengi.

Það er mikið af myndum, sem höfundurinn teiknar sjálf. Þær eru, líkt og textinn, kaótískar, drungalegar, lifandi og lýsandi. Þegar við mæðgin lásum saman þá gáfum við okkur góðan tíma í að skoða myndirnar líka, þær eru mjög grípandi!

Ef þið hafið gaman af ævintýrabókum, að skyggnast inn í annan heim – þá er þetta bókin fyrir ykkur! Gefið ykkur góðan tíma, kynnist Xar og Ósk, gefið orðaforðanum gaum og skoðið myndirnar vel, þær eru næstum jafn lýsandi og sjálfur lestextinn.

Seiðmenn hins forna er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum – önnur bókin, Töfrað tvisvar er komin út.

í stuttu máli, þá hentar bókin fyrir börn sem eru fluglæs, vilja áskorun í lestrinum og vilja takast á við strembin og flókin orð.

HLYNUR – BRÁÐUM 10 ÁRA

„Þessi bók var erfið en mjög mjög skemmtileg, Það er gott að lesa hana með einhverjum fullorðnum því orðin eru alveg svolítið flókin. Ég mæli með henni fyrir alla sem vilja lesa ævintýrabækur!“


Hér má nálgast verkefni mánaðarins


Í maí ætlum við að kynnast þessum óhemjum! Tvistur og Basta eru hin mestu hrekkjusvín, og skemmtilegast finnst þeim að hrekkja hvort annað.

Næsta bók sem við ætlum að lesa saman er bókin Tvistur og Basta eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Það er Kver bókaútgáfa sem gefur bókina út og einnig fleiri meistaraverk eftir Roald Dahl –
https://www.kver.is/
https://www.facebook.com/kver.is/

Þessi saga var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil, en þá hét bókin Grútur og Gribba. Rétt upp hönd ef þið lásuð Grútur og Gribba þegar þið voruð lítil ✋

Ég er svo spennt að kynna börnin mín fyrir þessum hrekkjalómum. Ég hef ekki lesið bókina síðan ég var lítil, svo ég hlakka til að sjá hvort bókin sé ekki jafn skemmtileg, fyndin og hrekkjótt eins og mig minnir.

Ég hlakka til að heyra hvað ykkur finnst um bókina. Þennan mánuðinn er verkefnið á bingó-formi og við ætlum að vinna með lesskilning.

Endilega takið þátt, njótið þess að lesa saman! lesið Tvistur og Basta, sendið inn bingóið og þið getið fengið bók næstu mánaðar að gjöf.

Hérna er hægt að nálgast verkefni maí-mánaðar


júní

Ég er svo spennt fyrir því að kynna ykkur fyrir vinkonu minni henni Sombínu. Nú þegar eru komnar út tvær bækur og við ætlum að lesa fyrstu bókina saman. Útgefandi bókarinnar er Bókabeitan.

Fjölbreyttur bókaklúbbur er samstarfsverkefni barns og foreldris – eða kennara og nemenda

Foreldri og barn/börn eða kennari og bekkur lesa bókina í sameiningu – það er t.d. hægt að foreldri lesi fyrir barnið, barnið les fyrir foreldrið, þið skiptist á að lesa kafla og kafla eða setningu og setningu eða þið getið hlustað á hljóðbók saman.

Ég hvet ykkur til að kíkja á verkefnið áður en þið byrjið að lesa, til að hafa ákveðna þætti í huga á meðan þið lesið. Það verður alltaf ákveðið þema í verkefninu, t.d. er þema apríl-mánaðar orðaforði!

EF þið eruð búin að lesa bókina en viljið taka þátt, þá er það í góðu lagi – þá er hægt að rifja söguna upp og svara spurningunum.

Svo fyllið þið verkefnið út, hvort sem það er á tölvutæku formi, handskrifað, tekið uppá myndband – hvað sem er – eftir það sendið þið mér tölvupóst á netfangið fjolbreytturbokaklubbur@gmail.com

Ein af ástæðunum af hverju ég vil fá verkefnin aftur til mín er m.a. til að sjá hvernig börnunum fannst bók mánaðarins, hvort þau mæli með henni fyrir önnur börn og hvernig foreldrum/kennurum fannst bókin. Einnig hef ég gaman af því að sjá pælingar barna þegar þau lesa bækur og þetta er ágætis leið til að ná til enn fleiri barna en bara minna eigin og þeirra sem ég kenni. Ég hlakka til að sjá gullkorn barnanna því þau eru oft á tíðum algjörir gullkorna-meistarar!

Önnur ástæða er svo ég geti dregið út vinningshafa sem fá næstu bók bókaklúbbsins að gjöf frá bókaútgáfunni.

Í lok hvers mánaðar set ég hér á vefinn umsögn um bókina, annars vegar út frá áliti barnanna og hins vegar út frá áliti foreldra/kennara. Ég stefni á að hér verði því hægt að safna saman umsögnum um bækur sem henta t.d. börnum sem eru að stíga fyrstu skrefin í lestrinum, börnum sem eru komin lengra á veg með lestrarnámið og bækur fyrir börn sem eru orðin fluglæs. Fjölbreyttar bækur fyrir fjölbreyttan nemendahóp!

Hér má nálgast verkefni mánaðarins 


JÚLÍ – HANDBÓK FYRIR OFURHETJUR!

Bók júlí-mánaðar er Handbók fyrir ofurhetjur, æsispennandi bók! Útgefandi er Drápa og bókin er þýdd svo snilldarlega af Ingunni Snædal. Það eru komnar út fimm bækur um Lísu og við ætlum að byrja á fyrstu bókinni í bókaflokknum.

ágúst

Bók mánaðarins er hin bráðskemmtilega saga um Stjána og stríðnispúkana sem eiga heima í sokkaskúffunni hans!

Mikið hlakka ég til að heyra hvað ykkur finnst um þessa bók 😀

Október

Bók mánaðarins er hin æsispennandi Nornasaga: Hrekkjavakan eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, en hún skrifar bæði textann og teiknar myndirnar!

Hérna er verkefni mánaðarins – gangi ykkur vel og ég hlakka til að heyra frá ykkur!