námsmarkmið – námsmat

Núna eru margir kennarar að vinna að námsmati nemenda sinna. Hérna er eyðublað sem ég nota til að skila af mér mínum nemendum til umsjónarkennaranna eða til kennarana á næsta skólastigi – þetta eru öll námsmarkmiðin bæði í íslensku og stærðfræði, í 1. og 2. bekk.

Ég einfaldaði skalann og er bara með “hefur náð”, “verið að vinna að” og “skilningur ekki til staðar”. Mér finnst þægilegast að hafa þetta þrískipt og þetta hjálpar mér mikið að hafa góða yfirsýn yfir þekkingu og kunnáttu nemandans og að auki hef ég yfirsýn yfir þær áherslur sem eru í kennslunni.

Ég hef einnig nýtt þessi eyðublöð á teymisfundum með foreldrum þar sem farið er yfir heildarmarkmið skólaársins og hvar nemendur standa gagnvart þeim.

Hérna er afrit af skjalinu, þetta er excel skjal og ykkur er velkomið að taka út og setja inn markmið eins og hentar

Leave a Reply