Ég á – Hver á

Ég á – Hver á- spilin eru ein af mínum uppáhalds námsgögnum.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Fyrsta spjaldið er lagt út og svo skoða allir spilarar spilin sín og sá sem á apann leggur út sitt spil og svo koll af kolli þangað til síðasta spjaldið er lagt út.

Þessi aðferð þjálfar marga þætti náms, t.d. athygli, lestur, orðaforða, samskipti og það er hægt að yfirfæra þessa aðferð á næstum hvað sem er.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Ég hef t.d. notað þessa aðferð til að vinna með orðaforða, fleirtölu, samsett orð, rím, sjónrænan orðaforða, tölustafi, tugir og einingar osfrv. osfrv.

Hérna eru spil sem ég hef búið til en ég mæli líka með að fara á pinterest með leitarorðinu “I have – Who has” og þar er hægt að finna margar útfærslur af spilum með þessari aðferð.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Þessa útfærslu fékk ég senda frá öðrum kennara – Hérna er verið að vinna með 100 algengustu orðin.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Þessi útfærsla er líka frá öðrum kennara, hérna er verið að vinna með bókstafi.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Það er sýnikennsla á instagram-highligts hjá mér undir leikir og spil, þar er stutt myndbrot af okkur mæðgum spila með þessum spilum. http://www.instagram.is/fjolbreytt_kennsla

Leave a Reply