Skólabyrjun #2

Ég ætla að halda áfram að fara yfir hvað mér finnst gott að byrja á að gera með mínum nemendum fyrstu dagana.

Fyrstu dagana nota ég til að kortleggja getu og áhuga nemendanna og plana svo kennsluna alfarið út frá því hvar börnin standa hverju sinni.

stöðumat (1)

Mér finnst mjög gott að leggja eins mörg fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og ég get fyrstu dagana – því þannig næ ég að fara yfir marga námsþætti á stuttum tíma og fæ góða yfirsýn yfir getu þeirra.

Hérna er stöðumat sem ég hef sett upp eins og bingó. Ég nýti mér námsmarkmiðin í 1. og 2. bekk til að fylla í reitina. Það er t.d.hægt að nota bingóið í byrjun skólaársins til að kortleggja getu nemenda eða nota það af og til í gegnum skólaárið til að sjá framfarir barnanna. Einnig er hægt er að nýta bingóið við lok skólaársins til að meta getu nemenda fyrir námsmat. Foreldrar geta líka nýtt sér bingóið til að fylgjast með kunnátta barna sinna.

Hérna er hægt að nálgast þessi bingó

Leikskóli: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/1-1.png

íslenska: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/2-1.png

stærðfræði: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/3-1.png

námsmarkmið í íslensku
námsmarkmið í stærðfræði

Næstu daga ætla ég að pósta um hinar ýmsu aðferðir sem ég nota til að kortleggja þekkingu barnanna fyrstu dagana og svo ætla ég að fara yfir hver næstu skref eru þegar ég er búin að kortleggja.

Leave a Reply