Markmið
Mér finnst mjög gott að láta nemendur setja sér markmið í byrjun skólaársins, það gerir þá virkari þátttakendur í náminu sínu og meðvitaðri um hvað þeir eru að læra og hvers vegna.
Með því að fara í gegnum markmiðasetningu með krökkunum þá fæ ég góða innsýn í áhugasvið þeirra, hugsunarhátt og viðhorf gagnvart skóla og námi.
Markmiðin eru jafn ólík eins og þau eru mörg – og leiðirnar að markmiðunum eru líka ólíkar.
Sonur minn setti sér markmið í fyrra um að læra meira um risaeðlur.

Við tókum þessu markmiði að sjálfsögðu mjög alvarlega og mikill tími fór í að lesa hinar ýmsu bækur um risaeðlur og horfa á risaeðlumyndir. Við mæðgin gerðum líka fjölbreytt verkefni, m.a. röðuðum við risaeðlunum hans eftir raunstærð þeirra, merktum á landakorti hvar risaeðlubein hafa fundist og merktum á vegginn hans hversu stórar risaeðlurnar voru.
Í skólastofunni hafa nemendur sett sér markmið eins og “ég vil læra að lesa fyrir jól” og “ég vil kunna að telja uppá 100” – Ef markmiðið er mjög flókið eða ég sé framm á að nemandinn er ekki að fara að ná þessu markmiði, þá brýt ég það niður í nokkrar einingar og við byrjum á einni einingu í einu – svo er gott að geta minnt á markmiðið og því hef ég haft það sýnilegt í bókunum þeirra – og það er alltaf mikil gleði þegar markmiði er náð!
Framfarir
Að fylgjast með framförum nemenda er eitt af því skemmtilegasta við starfið mitt! Það er mikilvægt að leggja grunninn strax í byrjun, t.d. fylgjast með stafaþekkingunni og leggja fyrir nemendur stöðumat – prófa svo að leggja stöðumatið aftur fyrir nokkrum vikum seinna og sjá þá hvort að kennslan hafi skiljað tilsettnum árangri eða hvort þurfi að breyta um taktík í kennslunni.

Hérna er dæmi um hvernig ég fylgist með framförum. Þessi nemandi vera að þjálfa sig að skrifa og lesa stutt orð. Einu sinni í mánuði las ég upp sömu orðin og hann skrifaði þau, þarna gat ég séð hvort að kennslan væri að virka fyrir þennan tiltekna nemanda. Þetta sýnir mér líka hvernig skriftin þróast hjá nemandanum.

Þetta skjal nota ég líka mikið í kennslunni hjá mér, nemendur skrifa nafnið sitt einu sinni í mánuði og hægt er að fylgjast með framförum, hægt er að skoða rithöndina, hvort nemendur noti há- eða lágstafi, hvort nemendur skrifi fullt nafn, hluta úr nafninu sínu eða gælunafn.

Hérna er annað dæmi. Dóttir mín skrifaði nafnið sitt og teiknaði sjálfsmynd einu sinni í mánuði og það er yndislegt að sjá hvernig teikningarnar hennar þróast á einu ári. Hún hefur líka mjög gaman af því að skoða þetta sjálf.

Hér er texti sem nemandi las í sept. 2018 – hann las í eina mínútu og ég merkti við hversu langt hann komst á þessari mínútu. Ég sá að textinn var of þungur fyrir hann, svo ég lagði hann til hliðar, svo eftir áramótin þá fann ég textann aftur – lestrarpróf nemandans sýndu fram á að nemandinn var ekki bæta sig, en ég og umsjónarkennarinn fundum mikinn mun á lestrarhraða og öryggi nemandans og fannst það hálf fúlt að lestrarprófið sýndi ekki þessa bætingu. Hann les þennan texta hjá mér aftur, las í eina mínútu og ég merkti við hversu langt hann komst og viti menn! Þvílíkar framfarir , þið getið nú rétt ímyndað ykkur gleðina þegar ég gat sýnt foreldrunum þessar flottu framfarir.
Til þess að geta fylgst markvisst með framförum, þá mæli ég með að setja dagsetningu á öll verkefni!
Markmiðið mitt: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/markmic3b0ic3b0-mitt-1.pdf
Nafnið mitt: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/svona-skrifa-c3a9g-nafnic3b0-mitt.pdf
janúar – desember: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/jan-des.pdf
Nú hef ég fjallað um þær aðferðir sem ég nota til að meta þekkingu í byrjun skólaársins – bókstafaþekkingu, stöðumat, markmiðasetningu og hvernig ég vil fylgjast með framförum.
- stafaþekking: https://fjolbreyttkennsla.is/2019/08/02/skolabyrjun-1/
- stöðumat í íslensku og stærðfræði – Bingó: https://fjolbreyttkennsla.is/2019/08/04/skolabyrjun-2/
- stöðumat-verkefni: https://fjolbreyttkennsla.is/2019/07/12/stodumat-verkefni/
- Markmiðasetning og framfarir