stafainnlögn

Hér eru fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem hægt er að nota samhliða stafainnlögn.

Verkefnin leggja áherslu á að þekkja nafn og hljóð bókstafsins, þjálfar fínhreyfingar og fyrsta hljóð í orði. Ég skipti verkefnunum í tvo hluta, annars vegar áþreifanleg verkefni (hands-on) og hins vegar skrifleg verkefni. Verkefnin má finna hér á síðunni undir “Bókstafir”.

leir

Að leira bókstafi er góð æfing fyrir alla, sérstaklega börn sem eiga í erfiðleikum með að muna hvernig stafurinn lítur út.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

______________________________________________________________________

Ég nota leirmottur mikið í minni kennslu með nemendum. Mér finnst gott að geta gripið í leir þar sem börn eru oftast mjög hrifin af því að fá að leira og læra með höndunum. Það er líka hægt að nota töflutúss á motturnar.

Hérna eru nemendur að þjálfa stafaþekkingu, hljóð bókstafanna og fínhreyfingar.

Á mottunum er bæði há- og lágstafur, og eru bókstafirnir annaðhvort grænir eða rauðir – fer eftir því hvort bókstafurinn sé sam- eða sérhljóði.

Leirmottur stafrófið: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/07/copy-of-leirmottur-stafrc3b3fic3b0-1.pdf?fbclid=IwAR0yEFf7GVeeru964EAn8LY5HdpYFOqMmo9vN7Zpz6kIR3c4ZiHqpa9D5f4

Hér er önnur útgáfa af leirmottum með bókstöfum – Nemendur segja nafn og hljóð bókstafsins, því næst lesa þeir orðið og leira/teikna það sem vantar á myndina.

leirmottur – stafrófið https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/leirmottur-stafrc3b3fsmotta.pdf

___________________________________________________________________________

Það er hægt að nota margt fleira en leir til að móta bókstafi, t.d. pípuhreinsir, íspinnastangir, smáhlutir, pinnabretti og kubba.

Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
pípuhreinsir
pinnabretti
íspinnastangir
Mynd frá Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
lítil strokleður
kubbar

________________________________________________________________________

spil

Á pinterest má finna mikið af bókstafaspilum sem gaman er að spila. Hérna eru nokkur sem ég hef notað í kennslunni hjá mér

Fyrsta hljóð í orði

Ég hef búið til mikið af verkefnum þar sem verið er að vinna með fyrsta hljóð í orði. Hægt er að nálgast þau hérna á síðunni

https://fjolbreyttkennsla.is/fyrsta-sidasta-hljod-i-ordi/

Þegar ég kenni bókstafina þá legg ég áherslu á bæði fjölbreytni og endurtekningu. Inná facebook síðunni er hægt að skoða fleiri fjölbreytt verkefni undir möppunni “bókstafir”.

Stafrófið

það er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að stafrófinu í kennslustofunni, þá er auðvelt að benda nemendum á hvernig bókstafirnir líta út.

Hérna eru spjöld og veggspjöld sem ég nota í minni kennslu

https://fjolbreyttkennsla.is/stafrofid/

Leave a Reply