Það er mikilvægt að við kennarar gefum okkur tíma til að kynnast nemendum okkur. Að þekkja styrkleika, veikleika og áhugasvið þeirra hjálpar kennurum að styðja sem best við hvern og einn,
Ef við þekkjum nemendurna okkar vel, þá er hægt að grípa mun fyrr inní þegar þeir eiga í erfiðleikum með námið sitt og á sama tíma styðja enn betur við styrkleika þeirra.
Það er mikilvægt að þekkja áhugasvið nemandana og sýna því áhuga.
Ef við sýnum nemendunum okkar áhuga, virðingu og væntumþykju þá eru mun meiri líkur á að við fáum það sama frá þeim.
Það eru margar leiðir til að kynnast nemendum sínum, en sú árangursríkasta er einfaldlega að taka samtalið við þau. Það skiptir máli að spjalla við hópinn okkar, t.d. um námið eða lífið fyrir utan skólann.
Þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli, við viljum skapa skóla þar sem styrkleikar og áhugasvið barnanna fær að njóta sín, við viljum nýta verkefnamiðað nám sem hægt er að sníða að námsþörfum hvers og eins, og til að þekkja og vita hverjar námsþarfir barnanna eru þá verðum við að spjalla við þau og kynnast þeim.
Hérna eru skjöl með allskonar spurningum sem hægt er að nýta til að brjóta ísinn með krökkunum, og skemmtilegt bekkjarbingó!

