Hvernig læri ég best?

Það er mikilvægt að hafa í huga að nemendahópurinn okkar er samansettur af börnum með mismunandi námsstíl og með því að þekkja nemendahópinn þá getum við hjálpað þeim að finna þær aðferðir sem henta þeim best.

Hérna eru skjöl sem kennarar geta notað til að kynna ólíka námstíla fyrir nemendunum.

Þó að nemendur hafi ákveðin námsstíl þýðir það ekki að við þurfum að skipta nemendahópnum okkar alltaf í mismunandi hópa og kenna námsefnið á fjóra mismunandi vegu!

Margir nemendur eru fjölþættir og nýta sér mismunandi þætti úr öllum námsstílum. Sumir nemendur geta verið sjónrænir í sumum aðstæðum, en hljóðrænir í öðrum.

Það getur því verið mjög hentugt að vita hvaða þættir passa við hvern nemanda.

Nemendur merkja við þá þætti sem passa við þá, klippa þá út og líma á nýtt blað. Þar með er kennarinn kominn með góða mynd af nemendahópnum, hvernig hópnum finnst best að læra og hvaða námstíl þeir tengja best við. Hægt er að skoða m.a. hvaða nemendur sækjast í að vinna í hóp, eða vilja frekar vinna sjálfstætt, hvort nemendur hallist meira að sjónrænum lærdómi eða heyrnrænum, eða hvort þeir vilja frekar lesa og skrifa svo fá dæmi séu tekin.

Hér eru fleiri skjöl sem kennarar geta notað til að fá innsýn í námsstíl og áhugasvið nemendahópsins.

Leave a Reply