Pokafjör

Þegar nemendurnir eru búnir með það verkefni sem þeir eiga að vinna í tímanum, eða þurfa á smá hléi að halda þá er gott að grípa í pokafjörið (e. Busy Bags).

Þetta eru plastvasar með annaðhvort auðveldum skólaverkefnum eða leikföngum.

Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til taks í kennslustofunni fyrir nemendur sem auðvelt er að grípa í. Hugsunin á bakvið pokafjörið er að nemendur geta dundað sér við pokafjörið sjálfstætt t.d. í lok kennslustundar og/eða hvílt hugann á milli verkefna.

Það er hægt að setja allskonar skemmtilegt í plastvasana og hér eru nokkrar hugmyndir sem þið getið nýtt ykkur. Oft á tíðum má finna allskonar hluti í nytjamörkuðum eða skoða í gömlu góðu geymsluna heima.

Ég hef alltaf í huga hvaða færni er hægt að efla og hver tilgangurinn með verkefninu er.

Pokafjörið er hægt að nýta í hvaða kennslu sem er og með hvaða aldri sem er.

Þessir pokar eru hugsaðir fyrir börn á aldrinum 6-8 ára.

Pokafjörið.
Plastskífur: Efla t.d. fínhreyfingar – rökhugsun – einbeitingu –
Dómínó
risaeðluþema – leikföng og stærðfræðidæmi.
Pennar og dúkar til að skrifa á
Kubbar til að byggja, það eru bókstafir í gluggunum, t.d. hægt að byggja orð.
Íspinnastangir – raða réttum litum á spjöldin.
Bókstafaspjöld: raða og telja
Kubbar: Byggja eftir fyrirmynd.
Dúkkulísur
Dómínó
Stærðfræðispjöld – samlagning og frádráttur
Kubbar
Plúskubbar
Pinnar og bretti
Stærðfræðipúsl – samlagning og frádráttur
Samstæðuspil – talning og samlagning
Tengja saman liti – eflir m.a. rökhugsun

Leave a Reply