Litla fjölbreytta vefverslunin

Síðustu vikur hef ég prófað mig áfram í sölu á námsefni og þar sem salan hefur farið fram úr öllum vonum þá hef ég ákveðið að opna litla vefverslun hér á síðunni, til að gera söluefnið aðgengilegra. Þið finnið hana undir “vefverslun” hér að ofan.

Ég býst við að stækka úrvalið hægt og rólega, en núna er hægt að kaupa verkefnabækur, segla, spil og stafrófsveggspjöld.

Smellið hér til að komast beint inn á vefversluna https://fjolbreyttkennsla.is/vefverslun-2/

Pantanir fara fram í gegnum pantanir@fjolbreyttkennsla.is – en það er líka velkomið að senda mér skilaboð í gegnum facebook-síðuna.

Takk fyrir móttökurnar! Ég er svo þakklát.

ps. Ég mun halda áfram að setja inn ókeypis námsefni líka – ég bæti inn nýju efni næstum daglega

Leave a Reply