Lesskilningur

Lesskilningur er undirstaða alls náms!

Í stuttu máli: Það að geta lesið og skilið hvað maður er að lesa er undirstaða alls náms!

Þegar ég vinn með lesskilning þá finnst mér gott að skipta honum upp í þrjú þrep.

ÞREP 1.

Nemendur lesa orð eða stuttar setningar og skilja hvað þeir eru að lesa. Þrep 1 er þá grunnurinn, að nemandi les og skilur hvað hann er að lesa. Það er ekki verið að spyrja út í textann, einungis verið að vinna með orð sem nemandinn les.

Hérna eru dæmi um verkefni sem ég myndi flokka sem þrep 1 lesskilning.

orð + myndir: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/07/orc3b0-og-myndir.pdf

gerðu hring utan um rétt orð: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/08/gerc3b0u-hring-utan-um-rc3a9tt-orc3b0.pdf

lesum og límum: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/07/lesum-og-lc3admum.pdf

lesa, skrifa, teikna: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/07/copy-of-lesa-skrifa-teikna.pdf

lesum og litum: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/lesum-og-litum-1.pdf

ÞREP 2.

Hérna erum við að vinna með setningar og svörun, það er ekki einungis verið að vinna með skilningin heldur líka svörun frá nemanda – hann les setningu og svarar, og þar með sýnir hann skilning á efninu (alls ekkert flókið þegar ég reyni að hljóma fagleg) – í raun er ég að segja að nemandi les setningu og sýnir fram á skilninginn með því að svara

Hér eru dæmi um verkefni sem ég myndi flokka sem 2.þrep lesskilning.

Nemendur lesa setninguna og koma með svar/viðbrögð strax. Þau lesa ekki texta og svara svo spurningum eins og í “hefðbundnum” lesskilningi – heldur er ein setning tekin fyrir í einu, henni er svarað og svo er farið í næstu setningu. Þetta þrep af lesskilningi krefst þess ekki að nemendur skrifi til að sýna fram á skilning, heldur lesa þeir og fylgja ákveðnum fyrirmælum.

lesskilningur: málörvun + orðaforði: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/lesskilningur-mc3a1lc3b6rvun.pdf

lesskilningur: skoðaðu myndina og svaraðu spurningunni https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/09/skoc3b0ac3b0u-myndina-og-svarac3b0u-spurningum-1.pdf

ÞREP 3

Á þessu þrepi erum við farin að vinna með texta og svara spurningum, þessi “hefðbundni” lesskilningur.
Hér eru dæmi um lesskilning sem ég myndi flokka sem þrep 3.

Nemandi les ákveðið magn af texta og svarar svo spurningu/spurningum út frá textanum. Fyrir þá sem eru lengra komnir er hægt að þyngja verkefnið aðeins t.d. með því að hvetja nemendur til að svara í heilum setningum – eða fá þau til að ígrunda textann enn frekar.

lesskilningur: persónufornöfn, litir og fatnaður: https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/lesskilningur.pdf

lestur, ritun, lesskilningur – nemendur lesa textann, svara spurningu og skrifa upp textann (ég mæli með að prenta þessi skjöl í booklet-stillingu) https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/heimalestur-1.pdf
https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/heimalestur-2.pdf
https://fjolbreyttkennsla.is/wp-content/uploads/2019/05/heimalestur-3.pdf

_____________________________________________________________________

Með því að hugsa um lesskilning á þessum þremur þrepum, þá er hægt að koma til móts við mjög breiðan hóp nemenda þegar verið er að vinna með lesskilning – hér er tekið tillit til þess hvar í lestrarferlinu nemendur eru staddir og allir fá efni við hæfi.