Spil

sýnikennsla: http://www.instagram.com/fjolbreytt_kennsla

Ég á – Hver á?

Leiðbeiningar: Þessi spil ganga út frá því að nemandinn verður að skoða öll spilin sín vel, pæla í myndunum eða orðunum til að finna út hvort þau eiga spilið sem spurt er um.

Til dæmis: “Ég á tönn – Hver á tennur?” Þá skoða allir sinn bunka og sá er með myndirnar af öllum tönnunum þá leggur hann út spilið

“Ég á tennur – Hver á mús?” og svo koll af kolli.

Fleirtala

Hér eru tvær útgáfur af þessu spili, annars vegar með myndum og hins vegar með orðum.

Rím

Hér eru tvær útgáfur af spilinu, önnur er með myndum og hin með orðum.

Orðaforði

Leikreglur: Spilastokknum er skipt á milli nemenda. Sá nemandi sem er með fyrsta spjaldið leggur það út og spyr “hver á”, sá sem á myndina/orðið sem spurt er um leggur sitt spjald yfir og segir “ég á ….” “Hver á …” og svo koll af kolli þangað til síðasta spjaldið er lagt fram.

Þrjár tegundir af spilastokkum

Gulur: einungis myndir – Rauður: myndir og orð til skiptis – Grænn: einungis orð

Samsett orð

Hér eru tvær útgáfur af spilinu, önnur er með myndum og hin með orðum.

Tugir

Hugmyndin er fengin að láni frá yndislegum kennara

Tölustafir 1-20

Þessi hugmynd er fengin að láni frá yndislegum kennara.

Auðveld reikningsdæmi

Þetta spil er tilvalið að spila með nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samlagningu.

Bókstafir

Fyrsta hljóð í orði

Hér eru fjórir spilastokkar, þar sem er verið að vinna með ákveðið hljóð. Í S-stokknum eru bara orð sem byrja á s, í R-stokknum orð sem byrja bara á R …osfrv.

Form og litir

Líkaminn

Hugtök: fatnaður – matur – hljóðfæri – farartæki

Ofurhetjur

Leave a Reply